Skilmálar

SKILMÁLAR

Um notkun vefsíðu og vefverslunar Snjóhússins (Kanpo Ísland ehf) gilda skilmálar þessir. Með því að nota vefsíðu og vefverslun Snjóhússins samþykkir og viðurkennir neytandi að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma.

GREIÐSLUR OG VERÐ

Allar greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Rapyd eða með millifærslu.

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Eftir greiðslu á pöntun fær kaupandi staðfestingu í tölvupóst. Snjóhúsið áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

SENDINGARMÁTI

Pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda almennir afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.  Snjóhúsið tekur enga ábyrgð á vörum eftir að þær hafa verið póstlagðar. Sendingartími er 2-4 virkir dagar að jafnaði.  Snjóhúsið tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim tilfellum þar sem merkinga er ábótavant mun Íslandspóstur senda pöntuna til baka og lendir tilfallandi kostnaður á kaupanda.

- Sending heim með póstinum 500 kr.

 

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLA

Skilafrestur pantana er 14 dagar frá kaupdegi. Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og/eða enn í upprunalegum umbúðum og innsigli hefur ekki verið rofið.

Endurgreiðsla fer fram þegar varan er komin aftur í hendur seljanda. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Skil á sokkum vegna þess að þeir uppfylltu ekki kröfur
Sokkarnir okkar eru með svokallaðri "blöðruvörn" sem þýðir að fái notandi hælsæri/blöðru innan 1000 mílna notkunar svo lengi sem þvottaleiðbeiningum hafi ávallt verið fylgt og hægt er að staðfesta að kaupin hafi átt sér stað innan eins árs, getur kaupandi skilað sokkunum í verslun okkar, Sólvöllum 8, Grundarfirði og fengið endurgreitt.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR OG TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.


VARNARÞING

Viðskipti við Snjóhúsið (Kanpo Ísland ehf) er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.


VAFRAKÖKUR (e. cookies)

"Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforrit neytanda geymir í tölvu hans að beiðni netþjóna. Silfur hár og förðun ehf. notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft neytandi heimsækir vefsíðuna, vefverslunina, hvað neytandi setur í körfuna sína, hvernig fyrri pantanir neytanda voru og til að kynna neytanda fyrir vörum sem gætu vakið áhuga.
Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þörfum neytanda og notar Silfur hár og förðun ehf. vefkökur aðallega til að gera vefsíðuna og vefverslunina ánægjulegri í notkun fyrir neytandann.

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að neytandi þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt neytandi kýs að leyfa ekki vafrakökur getur neytandi samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu Snjóhússins, Kanpo Íslands ehf, þar á meðal verslunarkerfið.

Með því að nota vefverslun Kanpo Ísland ehf samþykkir neytandi að Kanpo Ísland ehf safni upplýsingum sjálfkrafa með vafrakökum.

Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á
http://www.aboutcookies.org.uk/. Möguleikar neytanda á notkun vefsíðu Silfur hár og förðun ehf. gætu takmarkast við slíkar breytingar.

Kanpo Ísland ehf
Sólvellir 8, 350 Grundarfirði
Kt 510521-0210