þjónusta
Hvað við bjóðum upp á.
Við hjálpum vörumerkjum að ná athygli, byggja traust og selja meira með vönduðum vefum, öflugum myndböndum og stöðugri hönnun í áskrift.
Stafræn hönnun
Við hönnum allt frá samfélagsmiðlaefni og auglýsingum til vefefnis og kynninga. Útkoman er alltaf hrein, fagleg og í takt við þitt vörumerki.
Vefhönnun
Við búum til vefsíður sem tala beint til notandans – bæði sjónrænt og tæknilega. Byggt í Webflow eða Framer, með markvissri hönnun og sterka notendaupplifun.
Myndbandagerð
Við grípum athyglina á fyrstu sekúndunum. Reels, TikTok og auglýsingar sem vekja áhuga, hreyfa við fólki og skila árangri.
Við sjáum um að vera skapandi, þú sérð um reksturinn.
skref 1
Ókeypis kynningarsímtal
Við bókum 20 mínútna spjall þar sem við kortleggjum hvernig við getum skapað mestan árangur fyrir þitt vörumerki. Engin pressa, bara skýr næstu skref.
skref 2
Við setjum allt í gang
Eftir spjallið förum við beint í vinnuna. Við byrjum að hanna, skrifa, klippa, hvað sem þarf til að koma öllu í gang, hratt og örugglega.
skref 3
Fáðu efnið þitt
Á meðan við sjáum um alla hönnun, og myndbandagerð, getur þú einbeitt þér að rekstrinum. Engar tafir, ekkert vesen, bara stöðugur árangur.
Hver erum við?
Snjóhúsið er fullkomið teymi fyrir nútíma vörumerki. Við sérhæfum okkur í þremur lykilsviðum: myndbandagerð, grafískri hönnun og vefhönnun.
Við erum systurfyrirtæki Snowhouse Studio, sem hefur skapað mikinn árangur á erlendum mörkuðum síðustu ár. Með Snjóhúsinu viljum við færa þá sömu hágæða þjónustu og nálgun hingað heim, með aukinni áherslu á íslenskan markað og heildstæða skapandi þjónustu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum.
Frá kraftmiklum Reels og TikTok efni, yfir í sjónrænt sterka hönnun og notendavænar vefsíður, við hjálpum vörumerkjum að vekja athygli, skera sig úr og skila árangri.
Við vinnum með fjölbreyttum fyrirtækjum sem vilja halda fókus á rekstur á meðan við sjáum um skapandi vinnuna. Skýr ferli, góð orka og sterkt útfærð nálgun, það er okkar stíll.




höfum þetta einfalt
Verðin okkar.
Í Snjóhúsinu snýst allt um sveigjanleika og skýra þjónustu. Við bjóðum upp á mánaðarlega áskrift eða fasta verðpakka, án vesens, án falinna kostnaðarliða.
Við hönnum öflugt efni fyrir samfélagsmiðla, auglýsingar og herferðir, bæði stafrænt og prentað, allt í þínum stíl.
verð frá
Algengar spurningar.
Við bjóðum áskriftarþjónustu með föstu mánaðargjaldi sem gerir þér mögulegt að leggja inn eins margar verkbeiðnir og þú vilt. Þegar tilteknu verki er lokið hefjum við strax vinnu við næsta verkefni í röðinni.
Það er misjafnt eftir verkefnum og fjölda yfirferða fyrir hvert verkefni. Að meðaltali afgreiðum við verkbeiðnir innan nokkurra virkra daga (yfirleitt innan tveggja, þriggja daga). Flóknari verkefni eins og vefhönnun, lendingarsíður og framendaþróun geta þó tekið lengri tíma.
Nei, við vinnum aðeins á virkum dögum. Við þurfum okkar frí eins og aðrir til að hlaða batteríin. Ef verkefnið er mjög brýnt gerum við okkar allra besta.
Algjörlega, ekki spurning! Ótakmarkaður fjöldi vörumerkja og verkbeiðna er innifalið hjá okkur. Hins vegar vinnum við í einu eða tveimur verkefnum í einu, sem fer eftir áskriftarleiðinni sem þú velur.
Nei. Þú getur fryst eða sagt upp áskrift hvenær sem er. Við gerum þetta sveigjanlegt svo þú getir stjórnað eftir þínum þörfum.
Við tökum að okkur alls konar verkefni; stafrænar auglýsingar, myndefni fyrir samfélagsmiðla, netborða, nafnspjöld, vefsíður, framendahönnun vefja og margt fleira.
Það er ekki til einfalt svar við því; það veltur á eðli verkefnanna. Mjög flókin verkefni taka sinn tíma, en ef þau eru vel skilgreind og allt efni frá þér klárt gengur ferlið mun fljótar fyrir sig.
Engar áhyggjur – við byrjum á samtali, hjálpum þér að greina stöðuna og leggjum til skýra næstu skref.
Við metum ekki þjónustuna í tímum heldur útkomu. En til viðmiðunar er vinna yfirleitt á bilinu 25–50 klukkustundir á mánuði, eftir umfangi verkefna og hraða í samþykktum og samstarfi.
Við grípum athyglina á fyrstu sekúndunum. Reels, TikTok og auglýsingar sem líta vel út, hreyfa við fólki og ná árangri.
verð frá
Algengar spurningar.
Við sjáum um allt ferlið: Klippingu, texta, litasamsetningu, hljóð, stærðir og afhendingu. Þú þarft bara að koma með hrátt efni eða hugmynd – við klárum rest.
Það fer eftir pakka og umfangi, en almennt 2–8 stutt myndbönd á mánuði. Við forgangsröðum ef þú ert með fleiri hugmyndir og hjálpum til við skipulag.
Við afhendum í öllum helstu stærðum: Reels, TikTok, Shorts, Story, Square og fleira. Segðu okkur hvað þú þarft – við stillum það af.
Flest myndbönd eru afhent innan 2–4 daga, eftir umfangi og fjölda. Við vinnum hratt og höfum skýrt verklag í Notion og Slack.
Algjörlega. Við bjóðum upp á mánaðarlega áskrift án bindingar – þannig getur þú prófað samstarfið og séð árangurinn áður en þú tekur ákvörðun til lengri tíma.
Já, algjörlega. Við getum hjálpað frá grunni með hugmyndavinnu, handriti, storyboard og flæði – eða unnið út frá því sem þú ert þegar með.
Já. Við bjóðum bæði upp á tökur og/eða vinnslu á efni sem þú ert með. Við aðlöguðum okkur að mismunandi uppsetningum – frá einföldum viðtölum yfir í meira framleidd sett.
Já, það er algjörlega mögulegt. Þú getur verið í báðum áskriftum samtímis og við tryggjum að allt efni haldist samræmt og í takt við vörumerkið þitt.
Við búum til vefsíður sem sameina góða hönnun, skýra notendaupplifun og tæknilega vandaða uppsetningu
verð frá
Algengar spurningar.
Flest vefverkefni klárast á 4–8 vikum, eftir umfangi og svörun. Við vinnum í skýru ferli með samhæfðum check-ins til að tryggja gott flæði.
Bæði. Við mælum með Webflow fyrir flesta, en notum Framer þegar það hentar betur (t.d. fyrir smærri vefi).
Við byrjum á hugmyndavinnu og ramma inn efni, förum í wireframes, svo hönnun í Figma og loks yfir í þróun og uppsetningu í Webflow eða Framer.
Já! Við vinnum með no-code tólum (Webflow, CMS) og útbúum kennslu ef þarf. Þú getur haldið vefnum lifandi án þess að snerta kóða.
á, við getum sett upp hýsingu, lén og email ef þörf er á. Webflow-hosting er líka með innbyggt CDN, öryggi og hraða.
Já – við hönnum alltaf með árangur í huga: hraðahleðsla, aðgengi (accessibility), SEO uppsetning og hreinn kóði frá grunni.
Við getum tekið viðhaldsverkefni eða haldið samstarfinu áfram í gegnum hönnunaráskrift. Þú ert ekki skilin(n) eftir með lokaðan vef – við fylgjum eftir ef þörf krefur.
Verð byrjar á 990.000 kr. fyrir einfaldan, lítinn vef – hönnun og uppsetning í Webflow eða Framer. Lokaverð fer eftir umfangi, fjölda síðna, samþættingum og séróskum. Flest verkefni eru á bilinu 2–6 milljónir kr., en við sendum alltaf fast tilboð án falinna gjalda.
Viðskiptavinir treysta okkur til að standa við stóru orðin




















